Ómar Ragnarsson í Bókasafni Seltjarnarness

Dagur náttúrunnar Ómar R

Ómar Ragnarsson. Mynd/Wikipedia

Náttúruverndarsinninn og einn ástsælasti sjónvarspsmaður landsins, Ómar Ragnarsson, ætlar að fagna degi íslenskrar náttúru á Bókasafni Seltjarnarness, þriðjudaginn 16. september. Svo vill til að Ómar á akkurat afmæli þennan dag en ákveðið var einmitt að Dagur íslenskrar náttúru skyldi haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Ómars þar sem hann er einn helsti náttúruverndasinni Íslands.

Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn og í dagskránni beinir Ómar sjónum sínum að náttúruvernd, gögnum hennar og gæðum, auk þess að fjalla um náttúrufar á Seltjarnarnesi.

 

Ómar setur efnið fram á persónulega máta; í bundnu og óbundnu máli, með myndrænni framsetningu og gera má ráð fyrir að tónlistin verði ekki langt undan.

Af þessu tilefni verða bækur,  tónlist og annað efni eftir Ómar haft í öndvegi á safninu.
Dagskráin hefst kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Efnisorð:,

Flokkar: Menning

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu