Tag Archives: Listir

Tjáir þú skoðanir þínar með fötunum?

Út er komin all sérstök bók sem heitir því ófrumlega nafni: Women in Clothes.  Women in Clothes er samt afar óvenjuleg bók. Hún er í rauninni samtal milli hundruða kvenna. Konurnar sem taka þátt eru af ólíku þjóðernum, hafa mismundandi trúarskoðanir, þær eru jafnt frægar sem og nafnlausar, þær eru einhleypar, giftar, ungar eða gamlar. Konurnar setja […]

Continue Reading

Geggjaðar hugmyndir fyrir baðherbergið

Menningarvitinn rakst á þessar frábæru hugmyndir fyrir baðherbergið á vefsíðunni Boredpanda.com á dögunum. Hér eru sýndar hugmyndir af baðherbergishönnun sem eru vægast sagt sérstakar en engu að síður afar fallegar og hrikalega töff. Við birtum hér nokkrar myndir en einnig er hægt að sjá fleiri hugmyndir inni á vefsíðunni sjálfri.                 […]

Continue Reading

Sýningin Stelpumenning opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Sýningin Stelpumenning er verulega áhugaverð en hún varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingarmyndar kvenna í bandarískri dægurmenningu. Fimm ára rannsókn að baki Myndaröðin er afrakstur fimm ára rannsóknar Lauren Greenfield á lífi stúlkna og kvenna víðsvegar um Bandaríkin. Portrettmyndir og viðtöl Greenfield varpar ljósi á upplifanir og athafnir kvenna […]

Continue Reading

Seiðandi sagnakvöld með Larry Spotted Crow Mann og UniJon

Skáldið, sögumaðurinn, rithöfundurinn og trommarinn Larry Spotted Crow Mann mun halda tvö sagnakvöld hér á Íslandi í vikunni. Hið fyrsta verður þriðjudagskvöldið 9. september kl. 19:30 í Húsinu á Eyrarbakka og mun hið síðara verða haldið í Art 67 á Laugavegi 67, miðvikudaginn 10. September kl. 19:30 Larry Spotted Crow Mann er af ættflokki Nipmuc Indjána […]

Continue Reading

Leikritið „Næstum sjö“ sýnt í Gaflaraleikhúsinu

Leikfélagið Óríon sýnir í Gaflaraleikhúsinu verkið Næstum sjö en það er grátbroslegt verk sem fjallar um tvær íslenskar fjölskyldur sem bindast örlagaböndum í gegnum klæki huldumanns. Í stuttu máli fjallar verkið um að tveir auðjöfrar þurfa að gifta börnin sín til að tryggja auðæfi sín til æviloka. Sá hængur er hins vegar á að stúlkan er […]

Continue Reading

Björk í Bíó Paradís

Björk: Biophilia Live er heimildamynd sem sýnd verður í Bíó Paradís. Kvikmyndin fangar byltingakennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast. Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu en með því verkefni gerði Björk víðreist um heiminn til að opna heim tónlistar, eðlisfræði og náttúru fyrir börnum, en það gerði hún í gegnum appið sem þróað var […]

Continue Reading

Kvikmyndin París norðursins frumsýnd 5. september

Mikil spenna hefur skapast í kringum frumsýningu kvikmyndarinnar París norðursins en eins og margir hafa tekið eftir þá hefur titillagið úr myndinni slegið rækilega í gegn hér á landi. Myndin fjallar um Huga sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi. Þar sækir hann AA fundi, lærir portúgölsku og kann […]

Continue Reading

Erró afhjúpaður í Breiðholtinu

Vegglistaverk Errós verður formlega afhjúpað á Álftahólum 4-6 í Breiðholti laugardaginn 6. September klukkan 14.     Listamaðurinn sjálfur verður viðstaddur ásamt Degi B. Eggertssyni sem mun afhjúpa veggmyndina. Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykjavíkurborg og Listasafni Reykjavíkur rausnarskap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa […]

Continue Reading

Elmar Gilbertsson heldur hádegistónleika í Hafnarborg

Hádegistónleikaröð Hafnarborgar veturinn 2014-2015 hefst þann 2. september næstkomandi og er þetta tólfti starfsvetur tónleikaraðarinnar. Sá fyrsti sem stígur á svið verður Elmar Gilbertsson og mun Antonía Hevesi spila á píanó. Sló eftirminnilega í gegn í óperunni Ragnheiði Elmar Gilbertsson tenór nam söng við söngskóla Sigurðar Demetz, Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Haag. […]

Continue Reading

Arna Valsdóttir sýnir í Listasafninu á Akureyri

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst, kl. 15 opnar í Listasafninu á Akureyri sýning Örnu Valsdóttur Staðreynd – Local Fact. Á sýningunni gefur að líta mörg eldri myndbandsverka Örnu ásamt nýju verki sem sérstaklega var unnið af þessu tilefni. Á opnuninni flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og listamannaspjall verður með Örnu kl. 20. Listasafnið verður opið til kl. 22 vegna […]

Continue Reading