Tjáir þú skoðanir þínar með fötunum?

Women in clothes

Smelltu á myndina til að skoða meira um bókina.

Út er komin all sérstök bók sem heitir því ófrumlega nafni: Women in Clothes. 

Women in Clothes er samt afar óvenjuleg bók. Hún er í rauninni samtal milli hundruða kvenna. Konurnar sem taka þátt eru af ólíku þjóðernum, hafa mismundandi trúarskoðanir, þær eru jafnt frægar sem og nafnlausar, þær eru einhleypar, giftar, ungar eða gamlar. Konurnar setja saman sinn klæðnað sem lýsir þeim sem persónum og hvernig lífi þær lifa.

Verkefnið byrjaði sem könnun. Ritstjórarnir útbjuggu upphaflega lista með 50 spurningum sem hver og ein kona átti að svara. Spurningarnar voru til þess fallnar að vekja konur meira til umhugsunar um þeirra persónulega stíl, hvernig lífi þær lifðu og hvernig þær tjáðu hann með fatnaði. Meðal þeirra kvenna sem svöruðu spurningunum og tóku þátt í verkefninu voru Lena Dunham, Molly Ringwald og Cindy Sherman.

Í bókinni er leitast við að sýna fram á hvernig hinn einfaldasti fatnaður getur gefið konum ákveðið sjálfstraust. Hann getur líka sýnt sambandið á milli þess hvernig konur vilja birta sig í heiminum og hvernig viðhorf þær hafa til lífsins. Konur tjá jafnvel lífsgildi sín eða pólitískar skoðanir í gegnum fötin.

Þetta er virkilega áhugaverð bók sem sýnir á frumlegan hátt hvernig hver og ein kona tjáir ákveðinn hluta af lífi sínu í fatnaðinum sem hún vill klæðast.  

Efnisorð:, , , ,

Flokkar: Listir, Ljósmyndir, Menning, Tíska

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: