Friðar- og hugleiðsluvika í Lótushúsi

Alþjóðlegur friðardagur Sameinuðu þjóðanna nálgast og af því tilefni ætlar Lótushús að standa fyrir viðamikilli friðar- og hugleiðsludagskrá vikuna 15.-21. september.

Vikuna 15.- 20. september verða leiddar hugleiðslur þrisvar á dag í Lótushúsi. Þær verða kl. 7:00, 12:10 og 19:30. Hugleiðslurnar eru hálftími að lengd og ætlaðar byrjendum sem og lengra komnum. Allir eru hjartanlega velkomnir í hugleiðslurnar og skráning er óþörf.

 

Smelltu á myndina til að komast á heimasíðu Lótushúss.

Smelltu á myndina til að komast á heimasíðu Lótushúss.

 

Sunnudaginn 21. september verður síðan sérstök hugleiðslu- og friðardagsrká á Garðartorgi í Garðabæ. Þar munu leiddar hugleiðslur, lifandi tónlist og ljóðalestur skapa friðsælt og endurnærandi andrúmsloft fyrir alla þá sem vilja hlúa að eigin huga og upplifa innri frið og styrk. Meðal þeirra sem koma fram eru KK, Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson og Þórarin Eldjárn.

Í Lótushúsi er nefnilega talið að eitt mikilvægasta framlag hvers einstaklings til heimsfriðar sé að gefa sér tíma til að stíga út úr ytra áreiti og skapa innri frið og kyrrð. Hér er því komið einstakt tækifæri til þess að kynnast starfi Lótushúss betur og upplifa magnaðar hugleiðslur sem eru í boði.

 

Regluleg hugleiðsla í Lótushúsi hefur breytt lífi margra. Mynd/Lótushús

Regluleg hugleiðsla í Lótushúsi hefur breytt lífi margra. Mynd/Lótushús

Efnisorð:,

Flokkar: Heilsa

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: