Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um hrafninn

Allir landsmenn þekkja hrafninn að einhverju leyti. Margir vita kannski allt um fuglinn og lifðnarhætti hans hér á Íslandi en sumir vita bara að hann er prakkari sem kemur fyrir í ótalmörgum þjóðsögum. Öðrum er meinilla við fuglinn og kalla hann jafnvel illfygli eða fljúgandi meindýr.

Svo eru aðrir sem dýrka nánast fuglinn og finnst hann tala við sig og/eða bera sér ýmis skilaboð. Hvað sem því líður þá er hrafninn mjög merkilegur fugl. Hér eru nokkrar staðreyndir um hrafninn en þær eru fengnar af bandarísku vefsíðunni menthalfloss.com og því er hér birtur alþjóðlegur fróðleikur um fuglinn sem er ekki endilega bundinn við Ísland.

Hrafninn 1

Hrafnar eru mjög gáfaðir

Þegar það kemur að gáfum þá eru hrafnar í flokki með simpösum og höfrungum. Lagt hafa verið flókin próf fyrir hrafninn og hefur hann staðið sig afskaplega vel í slíkum prófum. Þau sýna að hann hefur óvenju góða rökhugsun. Í náttúrunni hefur það komið fyrir að fuglinn hefur hent steinum í hausinn á fólki til þess að halda því frá hreiðrinu sínu, stolið fiski af mönnum sem dorga og þóst vera dauðir við lík annarra dýra til þess að hræða aðra frá hræinu svo þeir geti setið einir að góðgætinu.

Ef hrafninn tekur eftir því að annar hrafn er að fylgjast með honum fela mat, þá á hann það til að þykjast fela matinn á einum stað en setur hann á annan svo hinn sjái ekki. En þar sem hinn hrafninn er ansi klókur líka þá virkar þetta bragð ekki alltaf hjá þeim.

Hrafninn er hermikráka

Hrafnar geta lært að tala, og sumir verða jafnvel betri en félagar þeirra páfagaukarnir. Þeir herma einnig eftir öðrum hljóðum eins og bílvélum, öðrum dýrum  og jafnvel klósetti að sturta niður. Hrafninn hefur líka verið þekktur fyrir að herma eftir úlfum og refum til þess að lokka þá að hræjum. Það gerir hann til þess að rándýrin opni hræið fyrir hann. Þegar rándýrið hefur lokið sér af, þá nýtur hrafninn afganganna.

Margir Evrópubúar trúðu því að hrafnar væru djöfull í mannsmynd

Í Evrópu var því trúað að svarti fuglinn væri illur og frá djöflinum kominn. Í Frakklandi trúði fólk að sálir illra presta væru í hrafninum og að illar nunnur tækju sér bólstað í krákunni. Í Þýskalandi var því trúað að í hrafninum byggju fordæmdar sálir eða hreinlega djöfullinn sjálfur. Í Svíþjóð var talið að hrafnar sem krunkuðu að nóttu til væru sálir þeirra myrtu sem höfðu ekki fengið kristna greftrun og í Danmörku var því trúað að illir andar færu í hrafninn þegar hann væri rekinn úr manninum. Fólk þorði þess vegna ekki að líta upp á hrafninn ef ske kynni að það væri gat á vængnum, en þá myndi sá hinn sami breytast sjálfur í hrafn. Við á Íslandi eigum að sjálfsögðu ótal margar sögur af hrafninum og enn tengist hann hjátrú margra landsmanna.

Hrafnar koma fyrir í mörgum goðsögnum og þjóðsögum

Ekki hafa allir litið á hrafninn sem djöfulinn í mannsmynd. Menningarheimar allt frá Tíbet til Grikklands hafa nefnilega litið á hrafninn sem sendiboða guðanna. Keltneskar stríðsgyðjur breyttu sér oft í hrafna í miðri orrustu. Óðinn átti til dæmis tvo hrafna, Huginn og Muninn, sem flugu um heiminn á hverjum degi og sögðu guðinum fréttir á hverju kvöldi. Í Kína var því trúað að hrafninn olli slæmu veðri til þess að vara fólk við að guðirnir væru á ferðinni. Sumir Indíánar dýrkuðu hrafninn sem goð, og var hann einfaldlega kallaður Hrafninn (Raven). Goðið hafði þann eiginleika að vera gáskafullur prakkari sem átti þátt í því að skapa heiminn.

Hrafninum finnst gaman að leika sér

Hrafninn er sko sannarlega gáskafullur, en sést hefur til hans renna sér í snjónum bæði í Alaska og Kanada. Í Maine hefur sést til fuglsins þar sem hann rúllar sér niður brekkur. Hrafninn hefur einnig sést leika sér við úlfa, otra og hunda. Hrafnar búa sér jafnvel til leikföng sem er afar sjaldgæft meðal dýra. Þeir nota spýtur, golfbolta, grjót eða köngla sem leikföng og leika annað hvort við sjálfan sig eða hver aðra. Stundum stríða þeir hreinlega öðrum án nokkurra sýnilegra ástæðna.

Hrafnar gera undarlega hluti við maura

Þeir leggjast í mauraþúfur og láta maurana skríða á sér eða þeir tyggja maurana og smyrja þeim síðan á fjarðirnar sínar. Nafnið sem vísindamenn nota yfir slíka hegðun er „Anting“ Vitað er að aðrar fuglategundir gera slíkt hið sama en ekki er vitað nákvæmlega útaf hverju þeir gera þetta. Kenningar eru uppi um að fuglarnir geri þetta til að verja sig öðrum skordýrum og/eða sníkjudýrum. Sumir vilja meina að þeir geri þetta til að mýkja húðina og enn aðrir vilja meian að þetta sé jafnvel ávanabindandi fyrir fuglinn. Allavega telja vísindamenn að „Anting“ sé mjög gott ef þú ert fugl.

 

Hrafnar nota bendingar

Rannsóknir hafa sýnt að hrafnar nota bendingar til að gera sig skiljanlega. Rannsókn í Austurríki sýndi fram á að hrafnar nota gogginn til að benda til dæmis á aðra fugla eða hluti, rétt eins og maðurinn notar fingur til að benda. Þeir halda einnig uppi hlutum til þess að ná athygli annarra fugla. Þetta er í fyrsta sinn sem rannsakendur hafa séð dýrategund, aðra en prímata,  nota slíkar bendingar í náttúrunni.

Hrafnar hafa ótrúlega aðlögunarhæfni

Hrafnar hafa sýnt fram á að hafa virkilega góða aðlögunarhæfni. Þeir geta lifað við ótrúlegustu aðstæður. Þeir lifa í miklum kulda, í eyðimörkinni og í skóginum. Þeir eru eins konar meindýr sem borða mikinn fisk, kjöt, fræ, ávexti og jafnvel rusl. Þeir stunda það jafnvel að plata dýr frá fæðu sinni til að stela af þeim matnum. Þeir eiga fáa óvini og geta lifað allt að 17 ár í náttúrunni en allt að 40 ár í umsjá manna.

 hrafninn

Hrafnar sýna hverjum öðrum samhug

Þrátt fyrir að vera prakkarar þá sýnar hrafnar hver öðrum samhug. Þegar vinur þeirra tapar orrustu þá hefur sést til þeirra „hugga“ fuglinn með særða stoltið. Þeir muna einnig eftir fuglum sem þeir þekkja og heilsa þeim allt að þremur árum eftir að þeir sjá annan fugl í fyrsta sinn. Þeir bregðast einnig illa við óvinum sínum og sýna öðrum hröfnum sem þeir ekki þekkja tortryggni. Þrátt fyrir að fuglinn hafi oft verið kallaður „illfygli“ þá benda rannsóknir til þess að hann sé það einmitt alls ekki.

Hrafnar eru saman í „unglingaklíkum“

Hrafnar eignast maka fyrir lífstíð og marka sér ákveðið svæði. Þegar ungarnir þeirra ná ákveðnum þroska fara þeir að heiman og ganga í svokallaðar „unglingaklíkur.“ Þessar klíkur hanga saman þangað til hrafninn finnur sér maka. Það virðist sem þessi lifnaðarháttur geri fuglinn stressaðari heldur en þegar hann er búinn að stofna fjölskyldu. Vísindamenn fundu meiri stresshormón í saur frá ungum hröfnum í klíkum heldur en þeim sem voru búnir að maka sig. Það skiptir semsagt ekki máli hvort maður er manneskja eða hrafn. Það er greinilega alltaf erfitt að vera unglingur.

Sumir eiga erfitt með að sjá muninn á hrafni og kráku, en hér er stutt myndband sem sýnir muninn:

 

Veist þú annars skemmtilega staðreynd um hrafninn sem þig langar að deila?

Efnisorð:, ,

Flokkar: Menning, Skemmtilegt

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: