Sarpur | Kvikmyndir og tónlist RSS feed for this archive

Fyrsta stiklan úr Hunger Games: Mockingjay er komin!

Loksins loksins! Aðdáendur Hunger Games myndanna hafa án efa beðið eftir fyrstu stiklunni úr þriðju Hunger Games myndinn með mikilli eftirvæntingu. Hér er semsagt fyrstu opinbera stiklan úr þessari mögnuðu sögu og hún lofar vægast sagt ansi góðu:

Continue Reading

Nokkrar góðar í bíó

Það er alltaf gaman að fara í bíó! Stundum getur reyndar verið svolítið erfitt að velja en það fer að sjálfsögðu eftir úrvalinu í kvikmyndahúsunum hverju sinni. Ef þú ert að fara í bíó um helgina, þá eru hér nokkrar góðar hugmyndir sem Menningarvitanum mælir með:   The Hundred-Foot Journey  Myndin fjallar um indverska fjölskyldu […]

Continue Reading

Seiðandi sagnakvöld með Larry Spotted Crow Mann og UniJon

Skáldið, sögumaðurinn, rithöfundurinn og trommarinn Larry Spotted Crow Mann mun halda tvö sagnakvöld hér á Íslandi í vikunni. Hið fyrsta verður þriðjudagskvöldið 9. september kl. 19:30 í Húsinu á Eyrarbakka og mun hið síðara verða haldið í Art 67 á Laugavegi 67, miðvikudaginn 10. September kl. 19:30 Larry Spotted Crow Mann er af ættflokki Nipmuc Indjána […]

Continue Reading

Björk í Bíó Paradís

Björk: Biophilia Live er heimildamynd sem sýnd verður í Bíó Paradís. Kvikmyndin fangar byltingakennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast. Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu en með því verkefni gerði Björk víðreist um heiminn til að opna heim tónlistar, eðlisfræði og náttúru fyrir börnum, en það gerði hún í gegnum appið sem þróað var […]

Continue Reading

Justin Timberlake talar um æsku sína – Myndband

Þar sem aðdáendur Justins Timberlake eru væntanlega enn í gleðivímu eftir glæsilega tónleika í Kórnum í lok ágúst, þá er ekki úr vegi að kíkja aðeins á listamanninn þar sem hann undirbýr sig nú fyrir tónleikaferðalag í Ástralíu. Timberlake tók sér þriggja vikna frí eftir Íslandsförina eftirminnilegu og er nú að fara aftur af stað. Þar […]

Continue Reading

Fallegt lag handa öllum internet tröllunum – Myndband

Menningarvitinn fann þetta stórsniðuga myndband á myndbandavefnum Upworthy en í því er fast skotið á svokallaða kommentara sem láta vægast sagt allt flakka í kommentakerfum internetsins. Þetta er í rauninni afar mikilvæg ádeila sem er klædd í skemmtilegan búning.  

Continue Reading

Kvikmyndin París norðursins frumsýnd 5. september

Mikil spenna hefur skapast í kringum frumsýningu kvikmyndarinnar París norðursins en eins og margir hafa tekið eftir þá hefur titillagið úr myndinni slegið rækilega í gegn hér á landi. Myndin fjallar um Huga sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi. Þar sækir hann AA fundi, lærir portúgölsku og kann […]

Continue Reading

Elmar Gilbertsson heldur hádegistónleika í Hafnarborg

Hádegistónleikaröð Hafnarborgar veturinn 2014-2015 hefst þann 2. september næstkomandi og er þetta tólfti starfsvetur tónleikaraðarinnar. Sá fyrsti sem stígur á svið verður Elmar Gilbertsson og mun Antonía Hevesi spila á píanó. Sló eftirminnilega í gegn í óperunni Ragnheiði Elmar Gilbertsson tenór nam söng við söngskóla Sigurðar Demetz, Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Haag. […]

Continue Reading

Kaffihúsið Central Perk úr Friends opnar í New York

Nú eru liðin 20 ár síðan sýningar hófust á Friends, einni vinsælustu gamanþáttaröð allra tíma. Í tilefni af því mun Central Perk kaffihúsið opna dyr sínar í New York borg. Verður kaffihúsið eingöngu opið í mánuð en það mun vera svokallað pop-up location þar sem staðir eru opnaðir í einungis stuttan tíma hverju sinni. Kaffihúsið fræga […]

Continue Reading

Justin Timberlake sló rækilega í gegn á Íslandi

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Justin Timberlake hélt magnaða tónleika í Kórnum, sunnudagskvöldið 24. ágúst. Áhorfendur fóru bókstaflega syngjandi glaðir af tónleikunum enda náði söngvarinn upp gríðarlega góðri stemningu og bókstaflega ærði lýðinn með seinasta laginu sínu Mirrors. Enda hafa fjölmiðlar og aðrir keppst við að dásama frábæra skemmtun og ógleymanlegt kvöld. […]

Continue Reading