Tag Archives: ritstjóraspjall

„Latte Case“ nostalgía og bókabúðaröltur

Það var fyrir tuttugu árum síðan sem ég og Thelma systir uppgötvuðum snilldina á bakvið latte og bókabúðarölt. Við fundum Súfistann sem var (og er enn) á efri hæð Bókabúð Máls og menningar en þá var kaffihúsið nýopnað. Og fyrir okkur opnaðist heill heimur unaðar þar sem fallegar bækur og gott kaffi sameinaðist. Í þá […]

Continue Reading

Sorglegustu bækur sem ég hef lesið

Ég man enn eftir sorglegustu bók sem ég hef nokkur tímann lesið en það er Lesarinn eftir Bernhard Schlink. Thelma systir mín var búin að dásama þessa bók svo mikið og sagði mér að hún hefið grátið svo mikið eftir lesturinn að hún hefði þurft að skipta um koddaverið hjá sér. Hmm, engin bók hafði […]

Continue Reading

Hefur þú oft reynt að losna úr viðjum vanans en ekki tekist? Lestu þá þessa bók

Ég var að klára bókina The Power of Habit. Og þá meina ég að ég var bókstaflega að leggja hana frá mér. Ég veit að þessi bók á eftir að sitja lengi í mér en sá sem skrifar hana heitir Charles Duhigg og starfar sem rannsóknarblaðamaður hjá The New York Times. Í bókinni skoðar hann […]

Continue Reading

Heilsan: Eitt það dýrmætasta sem ég á

Ég hef alltaf státað af góðri líkamlegri heilsu og miklu hreysti. Sterkum líkamanum þakka ég aðallega henni móður minni sem eldaði alla tíð hreinan og hollan mat handa okkur systrum þegar ég var að alast upp. Margt hefur reyndar hrjáð mig í gegnum tíðina, en það hefur yfirleitt alltaf verið meira andlegt en líkamlegt. Ég […]

Continue Reading

Nokkrar góðar í bíó … Og ein ekki svo góð!

Ertu á leiðinni í bíó? Hér eru nokkrar bíómyndir sem mér finnst ansi áhugaverðar (og ein sem vert er að vara við!): Lego Movie: Ég fer alls ekki oft á svokallaðar barnamyndir í bíó þar sem ég er jú barnlaus. En, ég verð að viðurkenna að ég er barasta ansi spennt fyrir nýjustu myndinni Lego […]

Continue Reading

Nýárskveðja frá Menningarvitanum

Mig langar að þakka kærlega fyrir árið sem er nú liðið og óska öllum nær og fjær gleðilegs árs. Ég vona innilega að gamla árið hafi verið gæfuríkt og gleðilegt en samt með nógu mörgum skemmtilegum áskorunum sem þroska og efla andann. Á árinu 2013 komst Menningarvitinn loksins í farveg og formlega í loftið. Vegna […]

Continue Reading

Nokkrar áhugaverðar bækur sem lesnar voru árið 2013

Ég hef alveg átt betri lestrarár, ég viðurkenni það. Þetta ár flaug bara einhvern veginn framhjá og mögulega hef ég verið fastari í tölvunni að lesa fréttir og pistla heldur en að lesa bækur. Ég lofa reyndar sjálfri mér að gera betur á næsta ári en mig langaði að deila með ykkur nokkrum góðum bókum […]

Continue Reading

Játningar bókafíkils

Ég verð að viðurkenna að ég lít á sjálfa mig sem einskonar bókafíkil. Ég hef ákveðinn bókfetish sem hefur fylgt mér afar lengi. Og já, ég held ég sé tilbúin að deila þeim flestum með þér kæri lesandi. Engar áhyggjur samt, ég er ekki að fara að segja þér einhverjar kinkí sögur um sjálfa mig […]

Continue Reading