Nokkrar góðar í bíó

Það er alltaf gaman að fara í bíó! Stundum getur reyndar verið svolítið erfitt að velja en það fer að sjálfsögðu eftir úrvalinu í kvikmyndahúsunum hverju sinni. Ef þú ert að fara í bíó um helgina, þá eru hér nokkrar góðar hugmyndir sem Menningarvitanum mælir með:

 

The Hundred-Foot Journey 

Myndin fjallar um indverska fjölskyldu sem flytur í lítið franskt þorp í leit að nýju lífi. Fjölskyldan ákveður að opna veitingastað í þorpinu en veit ekki að fyrir er veitingastaður sem er handhafi hinnar eftirsóttu Michelin stjörnu fyrir eldamennsku. Eigandi þess staðar, Madame Mallory, er alls ekki hrifin af þessari nýju samkeppninni. Hlutirnir fara þó ekki alveg eins og búist var við. Leikstjóri myndarinnar er Svíinn Lasse Hallström en hann gerði meðal annars myndina Chocolat sem sló svo eftirminnilega í gegn. Ábyggilega frábær mynd sem kemur öllum í gott skap.

 

París Norðursins

Frábær íslensk mynd sem hefur slegið rækilega í gegn. Hún fjallar um Huga sem flytur í smáþorp úti á landi til þess að finna ró og frið í lífinu. Í hinu kyrrláta þorpi sækir hann AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í rólegheitunum. En þegar hann fær símhringingu frá föður sínum, sem boðar komu sína, er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi. Í aðalhlutverkum er Björn Thors, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Helgi Björnsson. Leikstjóri er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og handrit eftir Huldar Breiðfjörð.

 

Sin City: A Dame to Kill

Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessari mynd, en sú fyrsta kom út fyrir níu árum síðan og sló þá rækilega í gegn. Þeir sem voru hrifnir af þeirri mynd mega þar með alls ekki láta þessa fram hjá sér fara. Framhaldsmyndin er, eins og Sin City, leikstýrt af þeim Frank Miller og Robert Rodriguez í sameiningu og í aðalhlutverkum er risastór hópur þekktra leikara sem margir hverjir léku sömu persónur í fyrri myndinni.

 

Life of Crime

Eiginkona auðjöfurs er rænt af smákrimmum sem heimta dágóða upphæð í lausnargjald. Vandamálið er bara að eiginmaðurinn vill eiginlega ekkert fá konuna sína aftur þar sem hann á nú unga og fjöruga hjákonu. Virkilega skemmtileg spennumynd, stútfull af frábærum leikurum. Þar á meðal Jennifer Aniston, Isla Fischer og Tim Robbins.

Efnisorð:, ,

Flokkar: Kvikmyndir og tónlist, Skemmtilegt

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: