Sýningin Stelpumenning opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Stelpumenning

Mynd/Lauren Greenfield

Sýningin Stelpumenning er verulega áhugaverð en hún varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingarmyndar kvenna í bandarískri dægurmenningu.

Fimm ára rannsókn að baki

Myndaröðin er afrakstur fimm ára rannsóknar Lauren Greenfield á lífi stúlkna og kvenna víðsvegar um Bandaríkin. Portrettmyndir og viðtöl Greenfield varpar ljósi á upplifanir og athafnir kvenna innan samfélaga sem krefst ákveðins útlits, hegðunar og frammistöðu.

Í sýningunni mætast hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar. Þar má meðal annars sjá samkeppni og útlitsdýrkun unglingstúlkna, baráttu ungrar konu við lystarstol, barn í búningaleik og fatafellu í skólabúningi.

Laura Greenfield hefur unnið að heimildaljósmyndun og kvikmyndagerð frá árinu 1991. Í verkum sínum bregður Greenfield birtu á kynjahlutverk, líf ungmenna og neyslumenningu í bandarísku samfélagi. Stelpumenning kom út sem ljósmyndabók árið 2002 og hefur sýningin ferðast víðsvegar um Bandaríkin og Evrópu. Heimildarmyndir Greenfields Queen of Versaille og Kids+Money verða sýndar á meðan sýningin stendur yfir.

Sýningin verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 13. september kl. 15:00 Sýningin mun standa yfir til 11. janúar 2015.

Allir sem áhuga hafa á menningu og kynjahlutverkum nútímans ættu sko sannarlega ekki láta þessa vönduðu ljósmyndasýningu fram hjá sér fara.

Efnisorð:, , ,

Flokkar: Listir, Ljósmyndir, Menning

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: