Burial Rites eftir Hönnuh Kent kemur út á íslensku

Hanna Kent 1

Hannah Kent. Mynd/Forlagið

Bókin Burial Rites, eftir ástralska rithöfundinn Hönnuh Kent, kemur út hjá Forlaginu,  í íslenskri þýðingu fimmtudaginn þann 11. september. Á íslsensku heitir bókin Náðarstund og er mikið fagnaðarefni að hún skyldi vera þýdd á íslensku þar sem bókin hefur vakið gríðarlega athygli út um allan heim síðan hún kom út árið 2013.

Hannah Kent var 17 ára skiptinemi í Húnavatnssýslu þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur, Natan Ketilsson og síðustu aftökuna á Íslandi. Í Náðarstund dregur hún upp ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögum.

Náðarstund er fyrsta skáldsaga Kent og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Áströlsku bókmenntaverðlaunin.

Rithöfundurinn verður svo sérstakur gestur á baðstofukvöldi Café Rosenberg 15. september. Lesendur fá því einstakt tækifæri til að hitta þennan magnaða rithöfund sem á ábyggilega eftir að láta meira af sér kveða í framtíðinni.

Svo er um að gera að mæta snemma þar sem fyrstu 50 sem mæta fá frían drykk og fyrstu 10 fá ókeypis eintak af bókinni. 

Einnig er hægt að lesa meira um viðburðinn HÉR og skrá komu sína.

Efnisorð:, ,

Flokkar: Bókmenntir, Rithöfundar

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: