Seiðandi sagnakvöld með Larry Spotted Crow Mann og UniJon

Skáldið, sögumaðurinn, rithöfundurinn og trommarinn Larry Spotted Crow Mann mun halda tvö sagnakvöld hér á Íslandi í vikunni.

Hið fyrsta verður þriðjudagskvöldið 9. september kl. 19:30 í Húsinu á Eyrarbakka og mun hið síðara verða haldið í Art 67 á Laugavegi 67, miðvikudaginn 10. September kl. 19:30

Larry Spotted Crow Mann er af ættflokki Nipmuc Indjána frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann hefur ferðast mikið um heiminn og haldið fyrirlestra, þar sem hann hvetur fólk til meðvitundar um stöðu Indjána og náttúrunnar. Hann er einnig þekkur fyrir að hjálpa ungum Indjánum til betra lífs eftir áfengis- og vímuefnavanda.

 

Larry Spotted Crow Mann. Mynd/whisperingbasket.com

Larry Spotted Crow Mann. Smelltu á myndina til að fara inn á heimasíðuna hans.

 

Larry gaf nýverið út bókina The Mourning Road to Thanksgiving, sem er saga sem segir af raunverulegum vanda Indjána í núverandi menningarheimi Bandaríkjanna. Hann er nú á ferðalagi til Íslands og Grænlands til að kynna bók sína. Einnig mun dúettinn UniJon koma fram og munu þau leika nokkur lög af plötu sinni Morning Rain.

 

UniJon munu einnig koma fram. Mynd/UniJon.com

UniJon munu einnig koma fram. Mynd/Facebook

 

Í samtali við Jón Tryggva Unnnarsson, annars helmingsins af dúettinum UniJon kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem Larry Spotted Crow Mann kemur til Íslands. Hafði listamaðurinn áætlað að koma til landsins í sumar en vegna óviðráðanlegra aðstæðna komst hann ekki til landsins í tæka tíð. Það er því ekki laust við að hans sé beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem mikill áhugi er fyrir því að mæta á sagnakvöldin hjá honum. Það er því um að gera að missa ekki af þessu frábæra tækifæri til þess að eiga yndislega kvöldstund og njóta návist þessa áhugaverða listamanns.

Enginn aðgangseyrir  verður en frjáls framlög eru vel þegin.  

Einnig er hægt að fá allar nánari upplýsingar á Facebook síðu viðburðarins

Efnisorð:, , ,

Flokkar: Kvikmyndir og tónlist, Listir, Menning

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: