Leikfélagið Óríon sýnir í Gaflaraleikhúsinu verkið Næstum sjö en það er grátbroslegt verk sem fjallar um tvær íslenskar fjölskyldur sem bindast örlagaböndum í gegnum klæki huldumanns. Í stuttu máli fjallar verkið um að tveir auðjöfrar þurfa að gifta börnin sín til að tryggja auðæfi sín til æviloka. Sá hængur er hins vegar á að stúlkan er tæplega tvítug en drengurinn næstum sjö. Það flækir málið óneitanlega og leiðir af sér skrautlega atburðarás sem nær hámarki á Breiðafirði – eða eins og eyjaskeggjar kalla hann – í Hringeyjamenningunni.
Leikritið er viðeigandi fyrir allan aldur og ætti að geta kitlað hláturtaugar flestra.
Sýningin var unnin af leikhópnum í samstarfi við leikstjórann, Viktor Inga Guðmundsson. Ferlið byggðist að miklu leiti á karaktersköpun. Úr spunum komu tengingar milli persónanna og á endanum varð úr heilsteypt verk með djúpum og litríkum persónum sem allir ættu að geta elskað.
Sýningar verða laugardaginn 13 og sunnudaginn 14. september. Hægt er að nálgast miða HÉR