Paleo súkkulaði smákökur – Pottþéttar í nágrannakaffið!

Ég og maðurinn minn buðu okkar frábæru nágrönnum í kvöldkaffi á dögunum. Mig langaði að sjálfsögðu að bjóða upp á eitthvað gott með kaffinu en vildi ekki heldur kaupa bara allt tilbúið. En, þarna voru góð ráð svolítið dýr vegna þess að nágrannakonan mín er á svokölluðu glútenfríu fæði. Ég hef ekki oft bakað eða eldað með það sérstaklega í huga þannig að ég var svolítið stressuð að reyna að ákveða hvað ég ætti að bjóða uppá.

Það sem var svo skemmtilegt var að mín yndislega nágrannakona sendir mér reglulega flottar uppskriftir í tölvupósti og viti menn, þar leyndist ótrúlega einföld en hrikalega góða uppskrift af paleo súkkulaði smákökum. Það er skemmst frá því að segja að þær tókust með þvílíkum ágætum að það var nánast ekkert eftir af þeim þegar gestirnir fóru heim um kvöldið.

 

Paleo súkkulaðikökur

Uppskriftin hljóðar svona fyrir 18-20 smákökur:

Innihald:

4 ½ dl af möndlumjöli

¼ tsk sjávarsalt

½ tsk matarsódi

60 ml af kókosolíu (bráðnuð)

60 ml af hlynsýrópi

1 msk vanilludropar eða vanillusykur

1 dl súkkulaði dropar (má líka vera eftir smekk)

 

Aðferð:

Hitaðu ofnin í cirka 180°C

Blandaðu saman möndlumjölinu, saltinu og matarsódanum í skál (ég blandaði reyndar vanillusykrinum þarna ofan í þar sem hann er í föstu formi).

Bættu síðan kókosolíunni, hlynsýrópinu og vanilludropunum (ef þú hefur ákveðið að notast ekki við vanillusykurinn) við og blandaðu öllu vel saman.

Bættu síðan súkkulaðidropunum seinast við.

Notaðu bökunarpappír yfir bökunarplötu og berðu kókosolíu á bökunarpappírinn.

Því næst býrðu til hæfilega stórar kúlur úr deiginu og setur á bökunarplötuna. Þrýstu létt á kúluna með þumalfingrinum þannig að úr verður fín smákaka.

Bakaðu síðan í 8-10 mínútur og láttu þær síðan kólna í cirka 10 mínútur áður en þú berð þær fram.

Efnisorð:, ,

Flokkar: Heilsa, Matarmenning

Höfundur:Hlauptukonahlauptu

Hlaupablogg
%d bloggurum líkar þetta: