Justin Timberlake talar um æsku sína – Myndband

Þar sem aðdáendur Justins Timberlake eru væntanlega enn í gleðivímu eftir glæsilega tónleika í Kórnum í lok ágúst, þá er ekki úr vegi að kíkja aðeins á listamanninn þar sem hann undirbýr sig nú fyrir tónleikaferðalag í Ástralíu. Timberlake tók sér þriggja vikna frí eftir Íslandsförina eftirminnilegu og er nú að fara aftur af stað.

Þar sem sagt er að söngvarinn sé ekki mjög viljugur til þess að koma í viðtöl og ræða sjálfan sig, þá var það mikið gleðiefni fyrir fréttamennina í ástralska morgunþættinum Sunrise þegar hann samþykkti að spjalla við Sam Armytage og hleypa henni baksviðs til að fylgjast með undirbúningi tónleikanna. Amy hitti hann reyndar í Las Vegas og voru nokkur stutt myndbönd úr þáttunum birt á vefsíðu söngvarans  í vikunni.

Hér birtum við eitt myndbandið þar sem Justin ræðir æsku sína og ástæðu þess að hann tók sér sjö ára hlé frá tónlistinni:

Efnisorð:, ,

Flokkar: Kvikmyndir og tónlist, Skemmtilegt

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: