Döðlukúlur með óvæntum glaðningi – Uppskrift

Menningarvitinn rakst á þessa girnilegu uppskrift af ljúffengum döðlukúlum í Eurowoman.dk á dögunum en þær eru með skemmtilegum glaðningi í miðjunni. Svo spillir alls ekki fyrir að þær eru sykurlausar. Þetta er frábært til að hafa sem smá góðgæti eftir matinn eða bara smá meðlæti með kaffinu.

 

Mynd/Eurowoman.dk

Mynd/Eurowoman.dk

 

Innihald:

125 gr döðlur

50 gr. Möndlur

3 msk. Kakó (eða eftir smekk)

50 gr. Kókosmjöl

3 msk chiafræ

2 msk hnetusmjör í sjálft deigið + 1 lítil teskeið í hverja kúlu

Utan um kúlurnar:

Fínmalaðar heslihnetur og kakónibbur

 

Aðferð:

Búðu til litlar kúlur úr hnetusmjörinu á bökunarpappír og gott er að reyna að hafa þær eins kringlóttar og mögulegt er.

Settu þær í frystinn í smá stund til að láta þær harðna aðeins.

Blandaðu döðlum, möndlum, kakói, chiafræum, kókos og hnetusmjöri saman í deig. Ef það hangir illa saman, þá er hægt að bæta við smá vatni þangað til það verður nægilega þétt í sér.

Þegar hnetusmjörskúlurnar eru orðnar nógu harðar er döðludeiginu vafið utan um þær. Gott er að fletja döðlumassann út og vefja síðan utan um kúlurnar.

Búðu til fallega kúlu og veltu henni síðan upp úr heslihnetunum og kakónibbunum.

Gott er að geyma kúlurnar í loftþéttu boxi í kæli en þannig geymast þær í nokkra daga.

 

Verði þér að góðu!

Efnisorð:,

Flokkar: Matarmenning

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: