Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Húsið á Eyrarbakka

Bókin um Húsið

Bókin Húsið á Eyrarbakka kom út 21. júní. Mynd/R.Á.

Út er komin bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson, safnstjóra Byggðarsafns Árnesinga. Í bókinni er saga Hússins rakin á skemmtilegan og lifandi hátt enda er tvímælalaust um eitt merkilegasta safn landsins að ræða.

 

Eyrarbakki á sér merkilega sögu að baki en hér hafði danska verslunin svokallaða aðsetur allt fram á 20. öld. Bjuggu þá faktorarnir svokölluðu í Húsinu með fjölskyldu sinni og nutu þeir mikillar virðingar og vinsældar á Suðurlandi.

Því miður voru verslunarhúsin, sem stóðu við hafið, rifin á sjötta áratug seinustu aldar og er óhætt að segja að það sé eitt mesta menningarslys landsins í seinni tíð. En, Húsið stendur enn föstum grunni enda mikið prýði í þorpinu. Bókin um Húsið fæst í safninu sem er opið frá 11-18 alla daga í sumar.

 

 

Menningarvitinn tók saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Húsið sem kannski ekki allir vita:

 

Mynd/Ruth Ás

Mynd/Ruth Ás

 

Húsið er byggt árið 1765 sem gerir það að einu elsta timburhúsi landsins.

 

Búið var í Húsinu fram til 1994. Auðbjörg Guðmundsdóttir (Aubí eins og hún er kölluð á Bakkanum) lenti oft í því að fólk hélt að um safn eða veitingastað væri að ræða og æddi inn í Húsið. Eitt sinn fann hún ferðamenn sitjandi við matarborðið með sláturkeppinn sem hún ætlaði að borða í kvöldmat.

 

Enn er hægt að spila á píanóið í Húsinu. Myndir/Ruth

Enn er hægt að spila á píanóið í Húsinu. Myndir/Ruth

 

Eitt elsta píanó landsins er staðsett í Húsinu og er gestum velkomið að spila á það

 

Flestir Eyrbekkingar höfðu aldrei heyrt klassíska tónlist fyrr en hún barst frá Húsinu um miðja 19. öldina. Var það Sylvía Thorgrímssen, eiginkona Guðmundar Thorgrímssen, sem spilaði af fingrum fram á sunnudögum og safnaðist þá oft dágóður hópur fólks í kringum Húsið til þess að hlýða á hinu fögru tóna.

 

10 hlutir um Húsið 3

Mynd/Wikipedia

 

Halldór Laxness skrifaði hluta af Ísladsklukkunni í Assistentahúsinu svokallaða en það er áfast Húsinu og hýsti verslunarþjóna á meðan verslunin á Eyrarbakka var og hét.

 

Guðmundur Thorgrímssen og Sylvía Thorgrímssen bjuggu lengst í Húsinu en Guðmundur var faktor í Eyrarbakkaversluninni í 39 ár eða frá 1847-1886

 

Mynd/Wikipedia

Mynd/Wikipedia

 

Margrét ÞórhildurDanadrottning kom sérstaklega til landsins árið 1998 til þess að skoða altaristöfluna í Eyrarbakkakirkju sem máluð var af langalangömmu hennar,  Louise drottningu Kristjáns IX. Margrét snæddi kvöldverð í Húsinu með þjóðhöfðingjum landsins og vakti það sérstaka athygli fjölmiðla að hún fékk að reykja inni í Húsinu.

 

Séð yfir Kanínugarðinn frá Húsinu.

Séð yfir Kanínugarðinn frá Húsinu.

 

Við Húsið var svokallaður Kanínugarður og var hann á tímabili notaður til þess að rækta kanínur til manneldis.

Efnisorð:,

Flokkar: Menning

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: