Ágúst Ólafsson: „Vil læra að kunna að meta allt það góða sem lífið hefur fært mér“

Ágúst Ólafsson. Myndi/Facebook

Ágúst Ólafsson. Myndi/Facebook

Að þessu sinni hafði Njósnarinn upp á Ágúst Ólafssyni, óperusöngvara, og fékk að vita ýmislegt um hann sem kannski ekki allir vita.

Ágúst Ólafsson hefur í mörgu að snúast um þessar mundir en hann hefur tekið þátt í einum flottasta tónlistaviðburði sem settur hefur verið upp hér á landi, óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Ágúst fer með hlutverk Séra Torfa Jónssonar sem var prófastur og bróðursonur biskups.

Eins og flestir landsmenn vita hefur sýningin slegið rækilega í gegn og fékk íslensku tónlistarverðlaunin sem besti tónlistarviðburður ársins 2013. Auk þess var Ágúst sjálfur valinn söngvari ársins í flokknum: Sígild og samtímatónlist. Frábær árangur það!

En hvað vitum við eiginlega um Ágúst. Njósnarinn fékk nokkrar skemmtilegar staðreyndir um þennan frábæra óperusöngvara:

Nafn: Ágúst Ólafsson

Aldur: 39

Atvinna: Tónlistarmaður-söngvari

Fjölskylduhagir: í sambúð með Evu Þyri Hilmarsdóttur

 

Uppáhalds – 

Kvikmyndin: Sideways, leikstýrð af Alexander Payne

Bókin: Lolita eftir Nabokov

Leikritið: Hef séð svo fá og lesið enn færri. Get því ekki sagst eiga mér uppáhaldsleikrit.

Heimasíðan: guardian.co.uk

Tímaritið: The New York Review of Books

Maturinn: Sushi

Hvað er fallegasti staðurinn í heiminum? í minningunni er fátt fallegra en sumardagur við finnskt vatn og Kivisaari, lítil eyja við Savo vatnið, stendur uppúr.

Ágúst er í sambúð með Þyrí

Ágúst er í sambúð með Evu Þyri Hilmardóttur. Mynd/Facebook

Með hvaða persónu vildirðu helst borða kvöldverð? Hér koma margir til greina, lífs eða liðnir, eins og t.d. rithöfundarnir John Updike og J.M. Coetzee að ekki sé minnst á öll tónskáldin sem maður hefur viljað spyrja ófáar spurningar í gegnum árin. Hugsa samt að ég velji bandaríska barítóninn Thomas Hampson fyrir borðfélaga.

J.M. Coetzee, Thomas Hampson og John Updike væru meðal gesta í kvöldverðarboði Ágústar.

J.M. Coetzee, Thomas Hampson og John Updike væru meðal gesta í kvöldverðarboði Ágústs.

Hvað er það sem þú stelst stundum til að gera en veist að er ekki gott fyrir þig? Að borða of mikið af einhverju sætu, sérstaklega súkkúlaði og ís.

Hvaða líkamsrækt stundarðu? Ég skokka.

Hvað er aðalmóttóið þitt í dag? Að læra að kunna að meta allt það góða sem lífið hefur fært mér.

Ágúst hefur átt mikilli velegngni að fagna á sviðinu.

Ágúst hefur átt mikilli velegngni að fagna á sviðinu. Mynd/Facebook

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til á morgnanna? Tja, ef spurt er um fjölda mínútna sem ég eyði fyrir framan spegil þá efast ég um að ég nái upp í eina, en ég þarf lágmark 25 mínútur til að teljast sæmilega vakandi og sprækur þegar ég yfirgef heimilið. Þægilegast er samt að hafa klukkustund því þá get ég drukkið mitt te í ró og næði.

Hvað var það seinasta sem þú gerðir áður en þú svaraðir þessum spurningum? Setja þvottavélina af stað.

Efnisorð:, ,

Flokkar: Njósnarinn, Skemmtilegt

Höfundur:Menningarvitinn.is

Vefsíða um bókmenntir, listir og menningu
%d bloggurum líkar þetta: